Útivistarreglurnar

Ár hvert hefur SAMAN hópurinn hvatt foreldra til að kynna sér þær reglur sem gilda um útivistartíma barna og unglinga. Aðaláherslan hefur verið lögð á breytingar á haustin þegar hópurinn stendur fyrir birtingu auglýsinga til að minna foreldra og börn á breytingu á útivistartíma. Við hvetjum foreldra til að standa saman og virða útivistarreglurnar. 

Hægt er að kaupa segulinn með útivistarreglunum og plakat og hafa til dæmis sveitarfélög pantað segul og látið setja merki viðkomandi sveitarfélags á auglýsinguna. 

Áherslur

Desemberdagatal

Desemberdagatali  jóla- og áramótadagatali) SAMAN-hópsins er ætlað að hvetja foreldra til að njóta samvistar með börnum sínum og unglingum og fylgja þeim á aðventunni. Átakið

Lesa meira »

Markmið SAMAN-hópsins

Styrkja foreldra

Að styrkja og styðja foreldra í uppeldishlutverkinu, beina athygli foreldra að ábyrgð þeirra á uppeldi barna sinna og hvetja til jákvæðra samskipta fjölskyldunnar.

Efla samtakamátt

Að efla samtakamátt og samstarf þeirra sem vinna að forvörnum. Þeir sem standa að hópnum eiga það sammerkt að vinna á einhvern hátt með og fyrir börn og unglinga. Tengist sú vinna einkum forvörnum, uppeldi, menntun, meðferð og ráðgjöf.

Gegn áhættuhegðun

Að vinna gegn áhættuhegðun barna og unglinga með því að styðja við heilbrigðan lífsstíl og styrkja sjálfsmynd þeirra.

vekja athygli

Að vekja athygli á þeim hættum samfélagsins, svo sem áfengi, tóbaki og öðrum vímugjöfum, sem vinna gegn velferð barna og unglinga hverju sinni.