Blog Layout

LEYFUM EKKI EFTIRLITSLAUS PARTÝ EÐA SUMARBÚSTAÐAFERÐIR

15. apríl 2024

Ungmenni undir 18 ára aldri ættu aldrei að halda eftirlitslaus partý.

Virt eftirlit foreldra.

15. apríl 2024
Það er mikilvægt að foreldrar taki skýra afstöðu gegn kannabisneyslu þar sem viðhorf foreldra hefur áhrif á viðhorf barna þeirra. Goðsagnir um skaðleysi kannabisneyslu er best að kveða í kútinn með yfirveguðu samtali. Tökum skýra afstöðu. Til að geta það verða foreldrar að kynna sér kannbis og hvaða áhrif notkun þess hefur á ungt fólk. Hér er listi yfir skjöl og vefsíður þar sem finna má efni sem foreldrar geta nýtt sér. Bæklingur gefinn út af Landlækni (PDF): Kannabis – Leyfðu staðreyndum að hafa áhrif. Um kannabis á vef SÁÁ: Kannabis Grein úr Læknablaðinu (PDF): Eykur notkun kannabis hættu á geðrofi og þróun geðklofa? Grein eftir Ársæl Má Arnarson í Skólaþráðum: Breytingar á áfengis- og kannabisneyslu íslenskra unglinga 1995−2015
15. apríl 2024
Ungmenni teljast börn að 18 ára aldri. Ábyrgð foreldra á börnum sínum er því ekki lokið þegar þau fara í framhaldsskóla. Foreldrar gegna mikilvægu hlutverki í lífi ungmenna á framhaldsskólaaldri. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að stuðningur foreldra getur komið í veg fyrir brotthvarf úr framhaldsskóla og stutt við nám og velferð ungmennis. Þegar kemur að félags- og skemmtanalífi ungmenna gegna foreldrar einnig lykilhlutverki, bæði sem fyrirmyndir og eftirlitsaðilar. Foreldrar hafa oft áhyggjur af áfengisnotkun ungmenna á framhaldsskólaaldri og auknu aðgengi að vímuefnum. Því er mikilvægt að þeir haldi sambandi við skólann, myndi tengsl við kennara og skólastjórnendur og taki þátt í að móta og framfylgja forvarnarstefnu. Úr H andbók um geðrækt í framhaldsskóla gefin út af Landlæknisembættinu 2015.
15. apríl 2024
Það er lögbrot að kaupa áfengi fyrir fólk sem er undir 20 ára. Gerumst ekki lögbrjótar! Foreldrar eru fyrirmyndir barnanna sinna.
Share by: