Um Samanhópinn
Forsaga hópsins er sú að um áramótin 1999-2000 tók hópur fólks sig saman og stóð að hvatningarátaki undir yfirskriftinni ,,Fjölskyldan saman á tímamótum”. Átakið fólst m.a í því að póstkortum var dreift inn á heimili landsmanna, auglýsingar birtust í ýmsum fjölmiðlum og greinar voru ritaðar í dagblöð. Átakið var endurtekið ári síðar og ákvað hópurinn að vinna áfram saman að forvörnum í tengslum við atburði þar sem líklegt var að aukning yrði á neyslu vímuefna meðal ungmenna.


Hópurinn setti sér eftirfarandi markmið.
- Að auka samstarf fólks sem vinnur að forvörnum. Þeir sem standa að hópnum eiga það sammerkt að vinna á einhvern hátt með og fyrir börn og unglinga. Tengist sú vinna einkum forvörnum, uppeldi, menntun, meðferð og ráðgjöf.
- Hópurinn vinnur að því að vekja athygli á þeirri ógn sem börnum og unglingum stafar af vegna útbreiðslu áfengis og vímuefna í samfélaginu, beina athygli foreldra að ábyrgð þeirra á uppeldi barna sinna og hvetja til jákvæðra samskipta fjölskyldunnar. Skilaboðum hefur verið komið á framfæri í fjölmiðlum, með umræðum og auglýsingum. Hópurinn leggur áherslu á að starf hans skili sér til allrar landsbyggðarinnar.
- Starf hópsins miðar að því að styrkja og styðja foreldra í sínu uppeldishlutverki. Skilaboðin eru um mikilvægi ábyrgðarinnar á umönnun og uppeldi barna sinna og þar er lögð áhersla á að foreldrar verji sem mestum tíma með börnum sínum. Því er beint til foreldra, með skýrum hætti, að þeir kaupi ekki eða veiti börnum áfengi – og bent á að þar setja landslög mörkin við 20 ára aldur – að virtar séu reglur um útivistartíma og bent á þær hættur sem eftirlitslaus partý, útihátíðir og neysla áfengis og annarra vímuefna setur börn þeirra í.
Árangurinn starfs sem þessa kemur að sjálfsögðu ekki í ljós samstundis. Þolinmæði skiptir máli þegar kemur að forvarnastarfi. Forvarnastarf er í raun fjárfesting til framtíðar. Það sem SAMAN–hópurinn leggur fyrst og fremst áherslu á eru skilaboð til uppalenda, það eru þeir, þegar allt kemur til alls, sem skipta mestu máli í forvarnastarfi. Hópurinn telur sig vera að setja vopnin í þeirra hendur með því að hvetja þá og upplýsa. Mikilvægast af öllu er að foreldrar gefi sér tíma með börnunum sínum, þekki þau mjög vel og séu vinir þeirra. Í forvörnum geta foreldrar nefnilega verið bestir.
Snemma árs 2003 var Björgvin Ólafsson, grafískur hönnuður, fenginn til að hanna merki fyrir hópinn. Í samstarfi hópsins og í samstarfi við aðra sem að forvörnum starfa hefur hjartað gjarnan komið við sögu. Ákveðið var að hjartað skyldi áfram vera sterkur þáttur í ímynd hópsins, enda væntumþykja rauður þráður í starfinu. Tákn SAMAN þykir því endurspegla vel það starf sem hópurinn stendur fyrir.
Fulltrúar SAMAN-hópsins
Akranes
Ívar Orri Kristjánsson
Akureyri
Alfa Aradóttir
Barnaheill
Ída Björg Unnarsdóttir
ida@barnaheill.is
Embætti landlæknis
Ingibjörg Guðmundsdóttir
Garðabær
Gunnar Hrafn Gunnarsson
Hafnarfjörður
Stella Björg Kristinsdóttir
Heilsugæsla
Ása Sjöfn Lórensdóttir
Asa.Sjofn.Lorensdottir@heilsugaeslan.is
Heimili og skóli
Dagbjört Harðardóttir
IOGT
Aðalsteinn Gunnarsson
Kópavogur
Áslaug Einarsdóttir
Lögreglan
Marta Kristín Hreiðarsdóttir
Mosfellsbær
Edda Davíðsdóttir
Múlaþing
Dagný Erla Ómarsdóttir
dagny.erla.omarsdottir@mulathing.is
Planet youth
Margrét Lilja Guðmundsdóttir
Rannsóknir og greining
Inga Dóra Sigfúsdóttir
Reykjanes
Hafþór Barði Birgisson
hafthor.birgisson@reykjanesbaer.is
Reykjavík-SFS
Kristrún Lilja Daðadóttir
Kristrun.Lilja.Dadadottir@reykjavik.is
Ríkislögreglustjóri
Eygló Harðardóttir
Reykjavík-vel
Guðrún Halla Jónsdóttir
gudrun.halla.jonsdottir@reykjavik.is
SAMFOK
Sigríður Björk Einarsdóttir
SAMFÉS
Sonja Nikulásdóttir
SAMFÉS
Friðmey Jónsdóttir
SAMKÓP
Karen Rúnarsdóttir
Seltjarnarnes
Ása K. Einarsdóttir
asa.k.einarsdottir@seltjarnarnes.is
Umboðsmaður barna
Eðvald Einar Stefánsson
Þjóðkirkjan
Magnea Sverrisdóttir
Verkefnastjóri
Lísbet Sigurðardóttir
Talsmenn SAMAN-hópsins
Lísbet Sigurðardóttir
Verkefnastjóri SAMAN-hópsins
Embætti landlæknis
saman@samanhopurinn.is
Ingibjörg Guðmundsdóttir
Embætti landlæknis
ingibjord.gudmundsdottir@landlaeknir.is
Margrét Lilja Guðmundsdóttir
Planet Youth
margret@planetyouth.org
Marta Kristín Hreiðarsdóttir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Bakhjarlar SAMAN-hópsins
SAMAN-hópurinn er grasrótarhópur og starfar eingöngu fyrir styrkjafé. Í gegnum tíðina hafa sveitarfélög sem og einkaaðilar stutt vel við bakið á hópnum. Án þessa stuðnings væri hópurinn ekki starfandi og þökkum við því öllum þeim kærlega sem styðja við starfið á einhvern hátt.
2013
Akureyrarbær
Borgarbyggð
Grindavík
GuðjónÓ – Vistvæna prentsmiðjan
Kópavogsbær
Landsbankinn
Lýðheilsusjóður
Reykjavíkurborg
Súðavíkurhreppur
Seyðisfjarðarkaupstaður
Vestmannaeyjabær
2012
Akranesbær
Akureyrarbær
Fjallabyggð
Fljótsdalshérað
Garðabær
Grindavík
Hafnarfjarðarbær
Kópavogsbær
Lýðheilsusjóður
Mosfellsbær
Pokasjóður
Reykjavíkurborg
Velferðarráðuneytið
Vestmannaeyjar
2011
Forvarnarsjóður
Reykjavíkurborg
Garðabær
Akranes
Vestmannaeyjar
Hveragerði
Hvalfjarðarsveit
Fjallabyggð
Grýtubakkahreppur
Árborg
Seltjarnarnes
Akureyri
Hafnarfjörður
HOFF – Heilsuefling og forvarnir í framhaldsskólum
2010
Forvarnarsjóður
Pokasjóður
HOFF – Heilsuefling og forvarnir í framhaldsskólum
Menntamálaráðuneytið
Reykjavíkurborg
Dalvík
Seltjarnarnes
Húnaþing vestra
Skagafjörður
Akureyri
Reykjanesbær
Kópavogur
2009
Forvarnarsjóður
Umhverfissjóður verslunarinnar
Pokasjóður
Reykjavíkurborg
Akureyri
Vestmannaeyjar
Kópavogsbær
Hafnarfjarðarbær
Seyðisfjörður
Garðabær
Hvalfjarðarsveit