Tenglar

tenglar

ÁBENDINGALÍNAN


Á vefsíðu Ábendingalínu Barnaheilla er hægt tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni á netinu sem varðar börn eða er beint gegn börnum og unglingum undir 18 ára aldri.

SKOÐA VEFSÍÐU

BARNAHEILL

Á vefsíðu Barnaheilla eru ýmsar upplýsingar um börn og réttindi þeirra, meðal annars upplýsingar um barnasáttmálann og verndara barna. Barnaheill reka ábendingalínu þar sem hægt er að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni á netinu sem varðar börn eða er beint gegn börnum og unglingum undir 18 ára aldri.


Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children sem stofnuð voru árið 1919 og vinna að réttindum og velferð barna með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Barnaheill eru leiðandi afl í að breyta viðhorfum og verklagi varðandi málefni barna og réttindi þeirra.

SKOÐA VEFSÍÐU

HEILSUVERA

Á vefsíðu Heilsuveru má finna ýmsar upplýsingar meðal annars um uppeldi barnamikilvægi svefns og hreyfingu.


Heilsuvera er vefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar. Inn á mínum síðum er öruggt vefsvæði þar sem hægt er að eiga í samskiptum við starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá.


Heilsuvera er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis. Markmið síðunnar er að koma á framfæri til almennings áreiðanlegri þekkingu um þroska, heilsu og áhrifaþætti heilbrigðis.


SKOÐA VEFSÍÐU

HEIMILI OG SKÓLI - LANDSSAMTÖK FORELDRA

Heimili og skóli – landssamtök foreldra eru frjáls félagasamtök sem starfa óháð stjórnmálaflokkum eða trúfélögum og voru stofnuð 17. september 1992. Markmið þeirra er að stuðla að bættum uppeldis- og menntunarskilyrðum barna og unglinga.


Foreldrar og forsjáraðilar barna geta gerst félagar í Heimili og skóla sem og foreldrafélög, skólar og aðrir áhugasamir. Samtökin veita ráðgjöf til foreldra, skóla og foreldrasamtaka á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi og gefa út tímarit og ýmiss konar efni um menntun, uppeldi, forvarnir og foreldrastarf.


Heimili og skóli reka einnig SAFT netöryggisverkefnið en SAFT stendur fyrir Samfélag, fjölskylda og tækni og er vakningarátak um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi.


Á vefsíðu Heimilis og skóla eru ýmsar upplýsingar sem snúa að hlutverki foreldra og foreldrastarfi í skólum. Þar er meðal annars efni um Læsissáttmála Heimilis og skólaForeldrasáttmálann og Foreldrahandbókina.

SKOÐA VEFSÍÐU

HJÁLPARSÍMI OG NETSPJALL RAUÐA KROSSINS

Hjá hjálparsíðu Rauða krossins er hægt að fá aðstoð við vanlíðan bæði í síma og í netspjalli. Fólki í sjálfsvígshugleiðingum er bent á hjálparsíma Rauða krossins.


Um 95 manna hópur sjálfboðaliða starfar við símsvörun og spjall hjá Hjálparsímanum 1717 og netspjalli Rauða krossins.


Allir sjálfboðaliðar hafa farið í gegnum yfirgripsmikla fræðslu, námskeið og þjálfun áður en þeir byrja og er reglulega boðið upp á handleiðslu og fræðslufundi um málefni tengd Hjálparsímanum. Hjálparsíminn veitir virka hlustun og ráðgjöf um samfélagsleg úrræði til fólks á öllum aldri sem þarf á stuðningi að halda, t.d. sökum þunglyndis, kvíða eða sjálfsvígshugsana.


Auk þess veitir Hjálparsíminn sálrænan stuðning og ráðgjöf til þeirra sem telja að brotið hafi verið á sér á internetinu.


Hlutverk Hjálparsímans 1717 er því mjög víðtækt í þeim skilningi að vera til staðar fyrir alla þá sem þurfa að ræða sín hjartans mál í trúnaði og einlægni við hlutlausan aðila og má segja að ekkert sé Hjálparsímanum óviðkomandi.

Hjálparsíminn er í samstarfi við ýmsar stofnanir og samtök bæði innanlands og utan. Má þar nefna Landlæknaembættið, Neyðarlínuna, Geðhjálp, Barnaheill, Heimili og skóla og svona mætti lengi telja.

SKOÐA VEFSÍÐU

Íþrótta- og tómstundastarf

Hér eru tenglar sem vísa á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf eftir landshlutum. Ef þú ert með ábendingu um tómstundastarf sem mætti birtast hér endilega hafðu samband.

KÓPAVOGSBÆR

Amanda Karima Ólafsdóttir, deildarstjóri frístundadeildar er fulltrúi Kópavogsbæjar í Saman-hópnum. Kópavogsbær hefur haft fulltrúa í Saman-hópnum nær alveg frá byrjun þess að hópurinn hóf störf sín. Það er mikilvægt að stofnanir og samtök eigi samtal og upplýsi um forvarnir og annað starf sem unnið eru í þágu fjölskyldna á Íslandi. Við erum því stolt af því að geta verið þátttakendur fyrir hönd okkar sveitarfélags í svo mikilvægum samráðshóp sem Saman hópurinn er.

SKOÐA VEFSÍÐU

LANDLÆKNIR

Á vefsíðu Landlæknis má finna ýmsar upplýsingar um heilsueflingu og forvarnir.

Embætti landlæknis starfar í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 Opnast í nýjum glugga. Samkvæmt lögunum er embættinu ætlað að stuðla að heilbrigði landsmanna, m.a. með því að tryggja gæði heilbrigðisþjónustu og efla lýðheilsustarf í landinu. Um hlutverk embættisins gilda auk þess ákvæði annarra laga og reglugerða.

Hlutverk embættisins í hnotskurn er að stuðla að góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu og öflugum forvörnum.

SKOÐA VEFSÍÐU

LSAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni

Á vefsíðu SAFT eru upplýsingar fyrir börn og unglinga, foreldra og fagfólk um ýmislegt sem viðkemur tækni og netinu.


SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. Verkefnið er hluti af Safer Internet Action Plan, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun og er styrkt af ESB.

SKOÐA VEFSÍÐU

SAMFÉS

Á vefsiðu SAMFÉS eru ýmsar upplýsingar um starfsemi félagsmiðstöðva eins og ….. jarí jarí

Samfés (Youth Work Iceland) er frjáls félagasamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi.


Markmið Samfés er:

  • Að auka samskipti og samvinnu félagsmiðstöðva og ungmennahúsa.
  • Að halda úti og styðja við öflugt lýðræðislega kjörið ungmennaráð.
  • Að efna til og taka þátt í verkefna á innlendum og erlendum vettvangi sem tengjast málefnum ungs fólk.
  • Að stuðla að aukinni félags- og lýðræðisþátttöku ungs fólks á Íslandi.
  • Að stuðla að eflingu fagmenntunar starfsfólks á frístundasviði með ráðstefnum og námskeiðum.
  • Að koma á framfæri upplýsingum um starf félagsmiðstöðva og ungmennahúsa og undirstrika vægi þeirra í nútíma samfélagi.
  • Að hafa áhrif á umræðu, hugmyndir og löggjöf um æskulýðsmál á Íslandi.


SKOÐA VEFSÍÐU

SAMFOK – Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík

Á vefsíðu SAMFOK eru ýmsar upplýsingar fyrir foreldrafélög og bekkjarfulltrúa. Þar eru meðal annars myndbönd um foreldrafélög, nemendafélög og skólaráð og upptökur frá fræðslukvöldum Foreldraþorpsins.

SAMFOK eru svæðasamtök foreldra í grunnskólum Reykjavíkur.


Markmið SAMFOK eru:

  • Að standa vörð um réttindi barna til menntunar og þroska.
  • Að beita sér fyrir auknum áhrifum foreldra á skólastarf.
  • Að vera sameiginlegur málsvari foreldra gagnvart stjórnvöldum.
  • Að efla samstarf aðildarfélaganna og annast sameiginleg verkefni.
SKOÐA VEFSÍÐU

Það eru engir töfrar – virkni foreldra skiptir máli

Virkir foreldraer samstarfsverkefni Heimilis og skóla og SAMFOK sem var unnið í samvinnu við Rannsóknir og greiningu og SAMAN-hópinn með styrk frá Reykjavíkurborg. Verkefninu er ætlað að vera jákvæð skilaboð til foreldra og annarra uppalenda til að minna á hvað skiptir mestu máli í uppeldi og hina verndandi þætti í forvörnum. Verkefnið byggist á örmyndböndum á samfélagsmiðlum þar sem vísað er í rannskóknaniðurstöður Rannsókna og greininga.

SKOÐA FACEBOOK SÍÐU

Umboðsmaður barna

Á vefsíðu Umboðsmanns barna má finna mikið af upplýsingum um börn og réttindi þeirra. Þar má meðal annars finna svör við innsendum spurningum og efni fyrir börn og ungmenni.


Meginhlutverk umboðsmanns barna er að vinna að bættum hag barna og standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi þeirra. Með börnum er átt við einstaklinga undir 18 ára aldri.


Umboðsmanni barna er ætlað að vekja athygli á réttinda- og hagsmunamálum barna almennt, jafnt á opinberum vettvangi sem og hjá einkaaðilum.



Honum ber að vinna að því að tekið sé tillit til hagsmuna barna við lagasetningu, ákvarðanatöku og skipulagningu í þjóðfélaginu.

SKOÐA VEFSÍÐU
Share by: