Það er mikilvægt að foreldrar taki skýra afstöðu gegn kannabisneyslu þar sem viðhorf foreldra hefur áhrif á viðhorf barna þeirra.
Goðsagnir um skaðleysi kannabisneyslu er best að kveða í kútinn með yfirveguðu samtali. Tökum skýra afstöðu. Til að geta það verða foreldrar að kynna sér kannbis og hvaða áhrif notkun þess hefur á ungt fólk. Hér er listi yfir skjöl og vefsíður þar sem finna má efni sem foreldrar geta nýtt sér.
Bæklingur gefinn út af Landlækni (PDF): Kannabis – Leyfðu staðreyndum að hafa áhrif.
Um kannabis á vef SÁÁ: Kannabis
Grein úr Læknablaðinu (PDF): Eykur notkun kannabis hættu á geðrofi og þróun geðklofa?
Grein eftir Ársæl Má Arnarson í Skólaþráðum: Breytingar á áfengis- og kannabisneyslu íslenskra unglinga 1995−2015