Umboðsmaður barna

Á vefsíðu Umboðsmanns barna má finna mikið af upplýsingum um börn og réttindi þeirra. Þar má meðal annars finna svör við innsendum spurningum og efni fyrir börn og ungmenni.

Meginhlutverk umboðsmanns barna er að vinna að bættum hag barna og standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi þeirra. Með börnum er átt við einstaklinga undir 18 ára aldri.

Umboðsmanni barna er ætlað að vekja athygli á réttinda- og hagsmunamálum barna almennt, jafnt á opinberum vettvangi sem og hjá einkaaðilum.

Honum ber að vinna að því að tekið sé tillit til hagsmuna barna við lagasetningu, ákvarðanatöku og skipulagningu í þjóðfélaginu.