Forsaga hópsins er sú að um áramótin 1999-2000 tók hópur fólks sig saman og stóð að hvatningarátaki undir yfirskriftinni ,,Fjölskyldan saman á tímamótum”. Átakið fólst m.a í því að póstkortum var dreift inn á heimili landsmanna, auglýsingar birtust í ýmsum fjölmiðlum og greinar voru ritaðar í dagblöð. Átakið var endurtekið ári síðar og ákvað hópurinn að vinna áfram saman að forvörnum í tengslum við atburði þar sem líklegt var að aukning yrði á neyslu vímuefna meðal ungmenna.
Hópurinn setti sér eftirfarandi markmið.
Árangurinn starfs sem þessa kemur að sjálfsögðu ekki í ljós samstundis. Þolinmæði skiptir máli þegar kemur að forvarnastarfi. Forvarnastarf er í raun fjárfesting til framtíðar. Það sem SAMAN–hópurinn leggur fyrst og fremst áherslu á eru skilaboð til uppalenda, það eru þeir, þegar allt kemur til alls, sem skipta mestu máli í forvarnastarfi. Hópurinn telur sig vera að setja vopnin í þeirra hendur með því að hvetja þá og upplýsa. Mikilvægast af öllu er að foreldrar gefi sér tíma með börnunum sínum, þekki þau mjög vel og séu vinir þeirra. Í forvörnum geta foreldrar nefnilega verið bestir.
Snemma árs 2003 var Björgvin Ólafsson, grafískur hönnuður, fenginn til að hanna merki fyrir hópinn. Í samstarfi hópsins og í samstarfi við aðra sem að forvörnum starfa hefur hjartað gjarnan komið við sögu. Ákveðið var að hjartað skyldi áfram vera sterkur þáttur í ímynd hópsins, enda væntumþykja rauður þráður í starfinu. Tákn SAMAN þykir því endurspegla vel það starf sem hópurinn stendur fyrir.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.