Á vefsíðu SAMFOK eru ýmsar upplýsingar fyrir foreldrafélög og bekkjarfulltrúa. Þar eru meðal annars myndbönd um foreldrafélög, nemendafélög og skólaráð og upptökur frá fræðslukvöldum Foreldraþorpsins.
SAMFOK eru svæðasamtök foreldra í grunnskólum Reykjavíkur.
Markmið SAMFOK eru:
- Að standa vörð um réttindi barna til menntunar og þroska.
- Að beita sér fyrir auknum áhrifum foreldra á skólastarf.
- Að vera sameiginlegur málsvari foreldra gagnvart stjórnvöldum.
- Að efla samstarf aðildarfélaganna og annast sameiginleg verkefni.