SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni

Á vefsíðu SAFT eru upplýsingar fyrir börn og unglinga, foreldra og fagfólk um ýmislegt sem viðkemur tækni og netinu.

SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. Verkefnið er hluti af Safer Internet Action Plan, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um öruggari netnotkun og er styrkt af ESB.