Á vefsíðu Landlæknis má finna ýmsar upplýsingar um heilsueflingu og forvarnir.
Embætti landlæknis starfar í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007 Opnast í nýjum glugga. Samkvæmt lögunum er embættinu ætlað að stuðla að heilbrigði landsmanna, m.a. með því að tryggja gæði heilbrigðisþjónustu og efla lýðheilsustarf í landinu. Um hlutverk embættisins gilda auk þess ákvæði annarra laga og reglugerða.
Hlutverk embættisins í hnotskurn er að stuðla að góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu og öflugum forvörnum.