Heilsuvera

Á vefsíðu Heilsuveru má finna ýmsar upplýsingar meðal annars um uppeldi barna, mikilvægi svefns og hreyfingu.

Heilsuvera er vefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar. Inn á mínum síðum er öruggt vefsvæði þar sem hægt er að eiga í samskiptum við starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá.

Heilsuvera er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis. Markmið síðunnar er að koma á framfæri til almennings áreiðanlegri þekkingu um þroska, heilsu og áhrifaþætti heilbrigðis.