Á vefsíðu Barnaheilla eru ýmsar upplýsingar um börn og réttindi þeirra, meðal annars upplýsingar um barnasáttmálann og verndara barna. Barnaheill reka ábendingalínu þar sem hægt er að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni á netinu sem varðar börn eða er beint gegn börnum og unglingum undir 18 ára aldri.
Barnaheill – Save the Children á Íslandi eru hluti af alþjóðasamtökunum Save the Children sem stofnuð voru árið 1919 og vinna að réttindum og velferð barna með barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Barnaheill eru leiðandi afl í að breyta viðhorfum og verklagi varðandi málefni barna og réttindi þeirra.