4. desember

Það þarf ekki að gera margar sortir eða passa að kökurnar séu fullkomnar – Frekar að njóta þess að hnoða, búa til kúlur eða karla og kerlingar, eða jafnvel kaupa tilbúnar kökur og skreyta smá með glassúr
Töfrarnir eru bara að gera það SAMAN!

Jólaátaki SAMAN-hópsins er ætlað að hvetja foreldra til að njóta samvistar með börnum sínum og unglingum og fylgja þeim á aðventunni. Átakið er í formi jóladagatals sem minnir okkur á að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg. Alla jafna er mikið að gera í desember og er fólk mikið á ferðinni. Þá er sérstaklega mikilvægt að muna að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg.