31. desember

Síðasti dagur ársins 2019. Meiri matur – meiri gleði.

Verjum áramótunum saman í faðmi fjölskyldunnar. Förum varlega með sprengjur og knúsum ungana okkar lengi og mikið þegar klukkan slær tólf á miðnætti!
Kveðjum gamla árið og tökum á móti þessu nýja SAMAN!

Jólaátaki SAMAN-hópsins er ætlað að hvetja foreldra til að njóta samvistar með börnum sínum og unglingum og fylgja þeim á aðventunni. Átakið er í formi jóladagatals sem minnir okkur á að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg. Alla jafna er mikið að gera í desember og er fólk mikið á ferðinni. Þá er sérstaklega mikilvægt að muna að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg.