29. desember

Tökum upp eitt af spilunum sem við fengum í jólagjöf, púslum – eða jafnvel taka bara gamla góða „Olsen-olsen“. 
Það skapar alltaf skemmtilega stemmingu svo lengi sem við pössum að vera ekki tapsár – Heldur hafa gaman að þessu
Spilum SAMAN!

Jólaátaki SAMAN-hópsins er ætlað að hvetja foreldra til að njóta samvistar með börnum sínum og unglingum og fylgja þeim á aðventunni. Átakið er í formi jóladagatals sem minnir okkur á að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg. Alla jafna er mikið að gera í desember og er fólk mikið á ferðinni. Þá er sérstaklega mikilvægt að muna að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg.