28. desember

Veislur liðnar og veislur frammundan..
Það er svo miklu skemmtilegra að taka til og ganga frá þegar maður hefur félagsskap. Hvetjum börnin okkar til að aðstoða við frágang og að halda heimilinu hreinu. Við getum jafnvel gert einhvers konar leik úr vinnunni.. 
Tökum til og göngum frá – SAMAN

Jólaátaki SAMAN-hópsins er ætlað að hvetja foreldra til að njóta samvistar með börnum sínum og unglingum og fylgja þeim á aðventunni. Átakið er í formi jóladagatals sem minnir okkur á að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg. Alla jafna er mikið að gera í desember og er fólk mikið á ferðinni. Þá er sérstaklega mikilvægt að muna að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg.