27. desember

Það er gaman að halda við gömlum hefðum. Dönsum kringum jólatréð og syngjum saman. Pössum bara að festa niður snúrur áður en við þrömmumst af stað.. t.d. í kringum einiberjarunn..
Textann af því góða lagi má finna hér:
Göngum við í kringum
Dönsum SAMAN!

Jólaátaki SAMAN-hópsins er ætlað að hvetja foreldra til að njóta samvistar með börnum sínum og unglingum og fylgja þeim á aðventunni. Átakið er í formi jóladagatals sem minnir okkur á að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg. Alla jafna er mikið að gera í desember og er fólk mikið á ferðinni. Þá er sérstaklega mikilvægt að muna að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg.