24. desember

Njótið samverunnar í dag og í kvöld!
Jólin koma þótt sósan sé ekki klár eða þótt þú hafir áttað þig á því að þú gleymdir að senda Jóa frænda jólakort – Njótum augnabliksins og gerum gott úr þessu!
Höldum gleðileg jól – SAMAN!
Jólakveðja,
SAMAN hópurinn

Jólaátaki SAMAN-hópsins er ætlað að hvetja foreldra til að njóta samvistar með börnum sínum og unglingum og fylgja þeim á aðventunni. Átakið er í formi jóladagatals sem minnir okkur á að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg. Alla jafna er mikið að gera í desember og er fólk mikið á ferðinni. Þá er sérstaklega mikilvægt að muna að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg.