23. desember

Á Þorláksmessu hafa margir þann sið að skreyta jólatréð, sumir eru reyndar búnir að því.
Það er svo gaman að skreyta tréð saman, tala saman um skrautið sem fer á það, hvaðan það kom, hver átti það áður.. og munum að jólin koma nú alveg þótt að jólatréð sé bara skreytt öðru megin eða ef það er allt of mikið skraut á sömu greininni. Skreytum SAMAN!

Jólaátaki SAMAN-hópsins er ætlað að hvetja foreldra til að njóta samvistar með börnum sínum og unglingum og fylgja þeim á aðventunni. Átakið er í formi jóladagatals sem minnir okkur á að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg. Alla jafna er mikið að gera í desember og er fólk mikið á ferðinni. Þá er sérstaklega mikilvægt að muna að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg.