22. desember

Er ekki dásamleg hugmynd að lesa jólasögur eða spjalla saman. Það er góð hugmynd til að ná rólegri stund og kúpla sig aðeins út úr stressi síðustu daga. Sniðugt er að spyrja t.d. Hvað var það besta við daginn og hvað var það síðsta og af hverju? Gefum okkur tíma til að hlusta á svörin 🙂 Svo er líka skemmtilegt að búa til bull sögur og hlæja að þeim. Lesum eða búum til sögur SAMAN!

Jólaátaki SAMAN-hópsins er ætlað að hvetja foreldra til að njóta samvistar með börnum sínum og unglingum og fylgja þeim á aðventunni. Átakið er í formi jóladagatals sem minnir okkur á að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg. Alla jafna er mikið að gera í desember og er fólk mikið á ferðinni. Þá er sérstaklega mikilvægt að muna að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg.