Í dag er tíminn til að finna litla brekku eða svell og leika sér! Þegar við leikum okkur með börnunum okkar náum við svo vel til þeirra og sköpum svo ómetanlegar minningar.
Við eigum aldrei að verða of gömul til að leika okkur!
Förum út að leika og njótum stundarinnar SAMAN!
Jólaátaki SAMAN-hópsins er ætlað að hvetja foreldra til að njóta samvistar með börnum sínum og unglingum og fylgja þeim á aðventunni. Átakið er í formi jóladagatals sem minnir okkur á að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg. Alla jafna er mikið að gera í desember og er fólk mikið á ferðinni. Þá er sérstaklega mikilvægt að muna að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg.