19. desember

4 í aðventu.
Kveikjum á aðventukerti. Við getum td. flétt upp hvað kertin á aðventunni heita. Hér er td. Skemmtilegur hlekkur með sögu um kertin fjögur:
Sagan um kertin fjögur
Svo er líka hægt að syngja lagið Við kveikjum einu kerti á. Textann má finna á sömu slóð.
Kveikjum á öllum kertunum og lesum um þau SAMAN.

Jólaátaki SAMAN-hópsins er ætlað að hvetja foreldra til að njóta samvistar með börnum sínum og unglingum og fylgja þeim á aðventunni. Átakið er í formi jóladagatals sem minnir okkur á að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg. Alla jafna er mikið að gera í desember og er fólk mikið á ferðinni. Þá er sérstaklega mikilvægt að muna að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg.