18. desember

Að knúsa hefur líffræðilega jákvæð áhrif. Bæði á líkama og sál. Sýnum börnunum okkar hlýju með knúsi og kennum þeim að það er fallegt að sýna tilfinningar okkar og hlýju þeim sem okkur þykir vænt um. Munið að gera COVID-19 ráðstafanir þegar þið farið að heimsækja vini og ættingja  -Knúsumst SAMAN!
 

Jólaátaki SAMAN-hópsins er ætlað að hvetja foreldra til að njóta samvistar með börnum sínum og unglingum og fylgja þeim á aðventunni. Átakið er í formi jóladagatals sem minnir okkur á að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg. Alla jafna er mikið að gera í desember og er fólk mikið á ferðinni. Þá er sérstaklega mikilvægt að muna að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg.