15. desember

Það er svo gaman að fá pakka sem eru pakkaðir inn af litlum fingrum, fullum af kærleik.
Pakkarnir þurfa nefnilega alls ekki að vera fullkomlega pakkaðir inn – Umbúðirnar enda hvort eð er allar á sama stað.. Í endurvinnslutunnunni.
Sælla er svo sannarlega að gefa en þiggja!
Gefum öllum sjéns að pakka inn – Njótum þessa skemmtilegu stundar SAMAN

Jólaátaki SAMAN-hópsins er ætlað að hvetja foreldra til að njóta samvistar með börnum sínum og unglingum og fylgja þeim á aðventunni. Átakið er í formi jóladagatals sem minnir okkur á að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg. Alla jafna er mikið að gera í desember og er fólk mikið á ferðinni. Þá er sérstaklega mikilvægt að muna að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg.