13. desember

Verum góðar fyrirmyndir fyrir börnin okkar.
Það þarf ekki að vera stórt. T.d. Leyfa manneskjunni sem er fyrir aftan þig í röðinni í búðinni að fara á undan, því hún er bara með tvo hluti, eða kíkja með smákökur til nágrannans sem fær ekki oft heimsóknir – Eða bara brosa til náungans og bjóða góðan dag.

Jólaátaki SAMAN-hópsins er ætlað að hvetja foreldra til að njóta samvistar með börnum sínum og unglingum og fylgja þeim á aðventunni. Átakið er í formi jóladagatals sem minnir okkur á að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg. Alla jafna er mikið að gera í desember og er fólk mikið á ferðinni. Þá er sérstaklega mikilvægt að muna að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg.