12. desember

Fyrsti bróðirinn, Stekkjastaur mætti í nótt og setti lítinn glaðning í skóinn hjá litla fólkinu Það er alltaf viss spenna þegar þessir þrettán grallaraspóar byrja að mæta á svæðið. Tökum því með ró þótt við séum vakinn snemma og kíkjum í skóinn SAMAN!

Jólaátaki SAMAN-hópsins er ætlað að hvetja foreldra til að njóta samvistar með börnum sínum og unglingum og fylgja þeim á aðventunni. Átakið er í formi jóladagatals sem minnir okkur á að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg. Alla jafna er mikið að gera í desember og er fólk mikið á ferðinni. Þá er sérstaklega mikilvægt að muna að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg.