Nýtt ár gengið í garð!
Gerum árið 2022 að ári samverunnar!
Hlúum að fjölskyldunni, hlæjum mikið, elskum heitt og umfram allt búum til minningar SAMAN!
Svona leit desember út hjá SAMAN hópnum – Stútfullur af hugmyndum um samverustundir. Nú langar okkur til að hvetja þig til að gera 2022 að ári samverunnar – Hlúa að þeim sem standa þér næst og búa til helling af minningum SAMAN!
Kær kveðja frá SAMAN-hópnum!
Jólaátaki SAMAN-hópsins er ætlað að hvetja foreldra til að njóta samvistar með börnum sínum og unglingum og fylgja þeim á aðventunni. Átakið er í formi jóladagatals sem minnir okkur á að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg. Alla jafna er mikið að gera í desember og er fólk mikið á ferðinni. Þá er sérstaklega mikilvægt að muna að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg.