Other languages:

Sumar átak 2007 - Fjölskyldan saman með börnin í fókus

Sumarátak SAMAN-hópsins 2007 bar yfirskriftina Fjölskyldan saman með börnin í fókus. Ætlunin var að undirstrika mikilvægi samverustunda fjölskyldunnar fyrir þroska og velferð barna. Á auglýsingunni voru jafnframt tínd til nokkur heilræði fyrir foreldra.

Auglýsing

Ýmsar kannanir sýna að börn og unglingar vilja verja meiri tíma með foreldrum sínum heldur en þau eiga kost á í dag. Sumarið er tími tækifæra fyrir fjölskylduna að verja meiri tíma saman og safna góðum minningum.