Other languages:

Eldri jólaátök

Samvera er besta jólagjöfin

Jólaátak SAMAN-hópsins 2011 byggði á eldri hugmynd sem enn er í góðu gildi að mati hópsins. Yfirskriftin er því eftir sem áður mikilvægi samverunnar umfram allt annað sem hægt er að gefa um jólin. Auglýsingastofan Fabrikan vann myndefni fyrir hópinn að þessu sinni.

 

Mynd

Samvera og tími með fjölskyldunni - besta jólagjöfin

Árið 2007 beindi SAMAN-hópurinn sjónum sínum að jólunum og mikilvægi samveru fjölskyldunnar. Rannsóknir hafa sýnt að samvera foreldra og barna er ein besta forvörnin. Því vildi SAMAN-hópurinn vekja foreldra til umhugsunar um í amstri jólaundirbúningsins. Það var auglýsingastofan Pipar sem vann auglýsingar fyrir hópinn þetta árið. 

Mynd

Jafnframt birtist auglýsing í sjónvarpi