Other languages:

Slaka á taumnum en ekki sleppa

SAMAN-hópurinn hefur undanfarin ár sent hvatningu til foreldra þeirra unglinga sem hefja dvöl í framhaldsskólum. Yfirskriftin í ár er Slaka á taumnum en ekki sleppa.

SAMAN-hópurinn endurskoðaði haustið 2011 áður útgefinn bækling ætlaðan foreldrum nýnema í framhaldsskólum með helstu upplýsingum. Bæklingurinn heitir 18 ára ábyrgð - Slaka á taumnum en ekki sleppa.

Foreldrar nýnema í framhaldsskólum fá jafnframt sent heim póstkort þar sem helstu þættir sem hafa ber í huga við upphaf framhaldsskólans eru tíundaðir.

kort framhlið
kort bakhlið