Kynningarefni
Eitt meginmarkmið SAMAN-hópsins er að birta auglýsingar sem eru hvetjandi fyrir foreldra og styðja við þá í uppeldishlutverkinu. Í starfi hópsins eru fastir liðir ár hvert, eins og áramótaátak og sumarátak hópsins, en jafnframt hefur hópurinn látið útbúa alls kyns efni til að fylgja eftir markmiðum hópsins. Hópurinn starfar eingöngu fyrir styrkjafé og því mikilvægt að vanda vel til í gerð auglýsinga svo hægt sé að nýta þær þegar við á aftur og aftur. Margir hafa unnið fyrir hópinn í gegnum þau ár sem hann hefur starfað og má finna megnið af því auglýsingaefni sem hópurinn hefur gefið út hér til hliðar. Eitthvað af efni hefur glatast af tölvutæku formi og er það miður.
Auglýsingar um útivistartímann
Ár hvert hefur SAMAN hópurinn hvatt foreldra til að kynna sér þær reglur sem gilda um útivistartíma barna og unglinga. Aðaláherslan hefur verið lögð á breytingar á haustin þegar hópurinn stendur fyrir birtingu auglýsinga til að minna foreldra og börn á breytingu á útivistartíma. Auglýsingunni má hlaða niður hér.
Pantaðu efni
Sveitarfélög hafa tök á að panta segulspjöld með upplýsingum um útivistartímann og fá merki sveitarfélagsins á spjaldið. Mörg sveitarfélög senda ár hvert slík segulspjöld á foreldra í ákveðnum árgöngum. Hægt er að panta segulspjöldin hér.
Sumarátak SAMAN hópsins
Sumarátak er eitt af meginviðfangsefnum SAMAN-hópsins ár hvert. Hverju sumri er tileinkað ákveðið slagorð sem byggir á markmiðum SAMAN-hópsins sem og þeim rannsóknarniðurstöðum sem hópurinn byggir starf sitt á. Hér til vinstri má sjá yfirlit yfir sumarátak hópsins í gegnum árin.
Hér má finna fyrri sumarátök SAMAN-hópsins
Sumarátakið 2013 | Sumarátakið 2012 | Sumarátakið 2011 | Sumarátakið 2010 |
Sumarátakið 2009 | Sumarátakið 2007 | Sumarátakið 2006 |
Fjölskyldan saman um áramót
Áramótaátak SAMAN-hópsins er árvisst og starf hópsins á rætur að rekja til áramótanna 2000. Allar götur síðan hefur hópurinn hvatt foreldra til aukinnar samveru og ábyrgðar á börnum sínum á öllum aldri á þessum tímamótum. Fyrstu árin sendi hópurinn foreldrum og fjölskyldum í landinu hvatningu í formi póstkorts sem fór með aðstoð Íslandspósts inn á hvert heimili.
Árið 2011 er mikilvægi þess að halda í 18 ára ábyrgð í forgrunni þar sem fjölskyldur eru hvattar til að verja áramótunum saman, foreldrar og börn. Það var auglýsingastofan Fabrikan sem vann myndefni að þessu sinni.
Eldri áramótaátök | Áramótakort SAMAN hópsins |
Samverustundir í desember
Jólaátaki SAMAN-hópsins árið 2012 er ætlað að hvetja foreldra til að njóta samvistar með börnum sínum og unglingum og fylgja þeim á aðventunni. Átakið er í formi jóladagatals sem minnir okkur á að samvera með fjölskyldunni er mikilvæg. Á hverjum degi birtist á heimasíðu hópsins og á Facebook hugmynd að samverustund.
SAMAN-hópurinn hvetur foreldra til að elska börn sín og unglinga óhikað og setja þeim skýr mörk. Jóladagatal SAMAN-hópsins má finna á vefnum www.samanhopurinn.is
Jóla- og áramótaátak 2012 | Eldri jólaátök |
Auglýsingar í tilefni Menningarnætur í Reykjavík
Árið 2011 hvatti SAMAN-hópurinn foreldra til að verja Menningarnótt saman og fara saman úr miðborginni að dagskrá lokinni undir slagorðinu Fjölskyldan SAMAN á Menningarnótt og samferða heim.

Í tilefni af Menningarnótt í Reykjavík árið 2004 unnu SAMAN hópurinn og Höfuðborgarstofa að sameiginlegum auglýsingum þar sem foreldrar voru hvattir til að vera góð fyrirmynd barna sinna á Menningarnótt.
Samverustundir fjölskyldunnar - besta forvörnin
Samverustundir þurfa ekki að kosta mikið eða hafa umfangsmikil viðfangsefni. Árið 2008 stóð SAMAN-hópurinn fyrir auglýsingum þar sem minnt var á marga möguleika að viðfangsefnum í samverustundum fjölskyldunnar undir slagorðinu Gaman saman! Auglýsingarnar birtust jafnframt í sjónvarpi.
Rannsóknir hafa sýnt að samverustundir foreldra og barna dregur verulega úr líkum á því að unglingurinn neyti vímuefna. Þessar niðurstöður urðu SAMAN hópnum hvatning í átaki um samverustundir fjölskyldunnar árið 2004.
18 ára ábyrgð
Í nokkur ár hefur SAMAN-hópurinn hvatt foreldra til að fylgja eftir ábyrgð sinni á ungmennum undir 18 ára aldri, m.a. hefur foreldrum nemenda sem ljúka dvöl í grunnskóla verið sent kort með hvatningu um áframhaldandi aðhald og umhyggju. Jafnframt hefur foreldrum nýnema í framhaldsskólum verið send sérstök hvatning í sama anda að hausti. Nánar má fræðast um átaksverkefnin hér til vinstri.
Haustið 2011 endurbætti SAMAN-hópurinn bækling ætlaðan foreldrum framhaldsskólanemum, 18 ára ábyrgð - Slaka á taumnum en ekki sleppa. Í bæklingnum er að finna ábendingar og hvatningu til foreldra framhaldsskólanema. Bæklingurinn var jafnframt þýddur á nokkur tungumál og má finna afrit af þeim hér á síðunni undir Other languages.
Slaka á taumunum en ekki sleppa | 18 ára ábyrgð - ekki innantóm orð | 18 ára ábyrgð - Nærgætni, virðing og handleiðsla foreldra innifalin |
Smáskilaboð










Fjölskyldan saman með börnin í fókus - Sumarátak Samanhópsi
Skilaboðin Fjölskyldan saman með börnin í fókus undirstrika mikilvægi samverustunda fjölskyldunnar fyrir þroska og velferð barna. Ýmsar kannanir sýna að börn og unglingar vilja verja meiri tíma með foreldrum sínum heldur en þau eiga kost á í dag. Sumarið er tími tækifæra fyrir fjölskylduna að verja meiri tíma saman og safna góðum minningum.
Setjum okkur í spor hvors annars
Árið 2004 stóð SAMAN-hópurinn fyrir auglýsingaherferð sem miðaði að því að fá unglinga og foreldra til að setja sig í hvers annars spor. Viðfangsefnin voru aðstæður sem stundum koma upp í samskiptum foreldra og unglinga þar sem ólík sjónarmið og vilji stangast á. Auglýsingarnar vöktu mikla lukku
Eftirlitslaus ferðalög
Eftirlitslausar útilegur
Eftirlitslaus partý
Úr hvaða rassi......
Árið 2001 fór Samanhópurinn nokkuð óhefðbundna leið til að vekja fólk til umhugsunar um aðföng og leiðir fíkniefnasala. Auglýsingin vakti mikla athygli og sitt sýndist hverjum.
Lok samræmdra prófa
Eitt af meginverkefnum SAMAN-hópsins var að minna foreldra á mikilvægi þess að styðja unglingana sína í gegnum samræmd próf og fagna með þeim að prófunum loknum.
