Other languages:

Viðhorf foreldra til uppeldis og áhættuhegðunar

SAMAN-hópurinn fékk styrk úr Lýðheilsusjóði til að fjármagna rannsókn sem hópurinn mun standa fyrir.  Rannsóknin felst í því að kanna viðhorf foreldra framhaldsskólanema til uppeldis og áhættuhegðunar unglinga við lok sjálfræðisaldur.

Þekkt er að samvera foreldra og barna er mikilvægur forvarnaþáttur en lítið er vitað um viðhorf foreldra til uppeldis og áhættuhegðunar unglinga.  Þessi rannsókn er því viðbót í þá þekkingu.  Niðurstöður rannsóknarinnar verða nýttar í frekari  forvarnavinnu  SAMAN-hópsins í samvinnu við framhaldsskólana.