Other languages:

Vestmannaeyjar, Grindavík, Fljótsdalshérað og Fjallabyggð styrkja SAMAN

Starfsemi SAMAN-hópsins er rekin af styrkjum og vinnuframlagi meðlima hópsins. Á síðustu vikum hefur hópnum borist vilyrði  frá Fjallabyggð, Fljótsdalshéraði, Grindavík og Vestmannaeyjum um fjárhagslegan stuðning þessara sveitarfélaga vegna verkefna SAMAN-hópsins. Allur styrkur sem hópnum berst rennur beint í verkefni á vegum hans. Allar auglýsingar og allt efni SAMAN-hópsins mega sveitafélög nýta sér í forvarnastarfi sínu.