Other languages:

Útskrift úr grunnskóla

Heilsuvernd skólabarna eða skólahjúkrun er einn af grunnþjónustuþáttum heilsugæslunnar. Heilsuvernd skólabarna er framhald af ung- og smábarnavernd og er framkvæmd af hjúkrunarfræðingum heilsugæslunnar úti í grunnskólunum. Markmiðin eru að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan. Heilbrigðisfræðsla sem byggð er á hugmyndafræðinni um 6H heilsunnar og er stór hluti af starfinu. Fræðslan beinist til skólabarna en venjan er að senda foreldrum stöðluð bréf með mikilvægu skilaboðum um fræðsluna sem heilsugæslan vill koma á framfæri við foreldra.

Nýjasta foreldrabréfið hefur nú verið útbúið og er það sent til foreldra þeirra nemenda sem eru við að útskrifast úr grunnskóla og þar með að hætta í heilsuvernd skólabarna. Á þessum tímamótum eru framundan miklar breytingar í lífi barnsins og jafnframt nýjar áskoranir í foreldrahlutverkinu.  Af því tilefni er talin sérstök ástæða til að styðja við foreldra og styrkja forvarnir með því að koma til foreldra jákvæðum hvetjandi skilaboðum í andan SAMAN hópsins um að slaka á taumnum en sleppa ekki.

 Hrönn Håkansson Fulltrúi Heilsugæslunnar í SAMAN hópnum.