Other languages:

Unglingaskemmtanir á vínveitingarstöðum milli jóla og nýárs

SAMAN-hópurinn bendir foreldrum á að nú milli jóla og nýárs eru auglýstar a.m.k. tvær unglingaskemmtanir á vínveitingarstöðum fyrir unglinga á höfuðborgarsvæðinu þar sem aldurstakmark er 14 ár.

Auglýsingar virðast nær eingöngu vera í gegnum samskiptavefinn Facebook og því líklegt að þær fari fram hjá einhverjum foreldrum.

Sú fyrri er 29. desember á NASA á vegum agent.is http://www.facebook.com/event.php?eid=142344312487521

Sú seinni er 30. desember á Broadway á vegum FLASS 104,5 http://www.facebook.com/event.php?eid=134489606612763

Rannsóknir sýna að foreldrar eru bestir í forvörnum barna sinna og mikilvægt er að foreldrar kynni sér það sem börnum þeirra og unglingum stendur til boða. Foreldrar eru jafnframt hvattir til að vera í góðu sambandi við foreldra annarra barna og unglinga.

 

Foreldrar - Tölum saman