Other languages:

Unglingaskemmtanir á vínveitingarstöðum

Á fundi SAMAN-hópsins sl. mánudag var meðal annars fjallað um unglingaskemmtanir á vínveitingarstöðum. Tilefnið var fyrirhuguð skemmtun í Reykjavík fyrir unglinga. Í kjölfar fundarins varð töluverð umræða um unglingaskemmtanir og í kjölfarið var fyrirhugaðri skemmtun aflýst http://visir.is/pall-oskar-endurgreidir-unglingunum--enginn-glaepamadur/article/2011110319960

SAMAN-hópurinn hefur í þó nokkurn tíma fjallað reglulega um þessar skemmtanir og tekið undir ályktanir frá foreldrum í Hafnarfirði, Heimili og skóla, Velferðarráði Reykavíkurborgar og Íþrótta-og tómstundaráði Reykjavíkur þess efnis að unglingaskemmtanir eigi ekki heima á vínveitingarstöðum.