Other languages:

Unglingar og bæjarhátíðir

Þó bæjarhátíðir hafi mismunandi yfirbragð eru gleði og samvera ríkjandi þættir. Skemmtikraftar mæta á svæðið, göturnar iða af lífi, krakkar fá andlitsmálun og flestar einkennast hátíðirnar af fjölskyldustemningu, -allavega fram eftir degi. En hvað gerist svo þegar kvölda tekur? Liggja leiðir foreldra og unglinga þá ekki saman lengur? Hverfur fjölskyldustemningin?

Inga Vildís Bjarnadóttir, félagsráðgjafi í Borgarbyggð og fulltrúi í SAMAN-hópnum hefur sett saman áhugaverða grein þar sem foreldrar eru hvattir til að huga vel þessum þáttum í lífi fjölskyldunnar og unglinga í sumar. Greinina má nálgast hér á vef hópsins.