Other languages:

Umsögn SAMAN-hópsins um breytingar á áfengislögum

SAMAN-hópurinn hefur sent nefndarsviði Alþingis meðfylgjand umsögn um frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum og fagnar frumvarpinu. Umsögnin er svohljóðandi: 

Efni:  Frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum (auglýsingar), 293. mál.

Vísað er til ofangreinds frumvarps sem leggur til breytingu á 3. mgr. 20. gr. áfengislaga. Lagabreytingunni er ætla að fylla upp í annmarka á gildandi lögum sem varðar bann við auglýsingu á áfengi. SAMAN-hópurinn fagnar frumvarpinu og telur að í breytingunni felist réttarbót sem er til þess fallin að sporna við áfengisneyslu og þá sérstaklega ungs fólks. Niðurstaða rannsóknarverkefnisins ELSA sýnir m.a. að því meira sem ungt fólk sér af áfengisauglýsingum því meiri líkur eru á að það drekki áfengi.

Fyrir hönd SAMAN-hópsins