Other languages:

Tengsl vinnu ungmenna og vímuefnaneyslu

2.nóv.2007Fyrr á þessu ári vann Rannsóknir og greining stutta úttekt fyrir forvarnardeild Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á tengslum vinnu og vímuefnaneyslu ungmenna í 9. og 10. bekk grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu.

Helstu niðurstöður sýna að ungmenni sem vinna mikið með skólanum hafa frekar orðið ölvuð sl. 30 daga þegar könnunin var gerð og hafa frekar neytt hass 3 sinnum eða oftar um ævina.

Þátttakendur og framkvæmdGögnin sem þessar niðurstöður byggja á eru fengin úr könnun sem lögð var fyrir alla nemendur í 9. – 10. bekk á Íslandi í marsmánuði árið 2006. Framkvæmd og úrvinnsla rannsóknarinnar var á vegum Rannsókna & greiningar. Spurningalistar voru sendir í alla skóla á landinu þar sem kennarar sáu um að leggja þá fyrir. Með hverjum spurningalista fylgdi ómerkt umslag sem þátttakendur settu listann í að útfyllingu lokinni. Ítrekað var fyrir þátttakendum að rita hvorki nafn né kennitölu á spurningalistana svo útilokað væri að rekja svörin til þeirra. Jafnframt voru þeir vinsamlegast beðnir um að svara öllum spurningunum eftir bestu samvisku og biðja um hjálp ef þeir þyrftu á að halda. Allir nemendur sem sátu í kennslustundum daginn sem könnunin fór fram svöruðu spurningalistanum. Samtals fengust gild svör frá 7430 nemendum í 9. og 10. bekk, þar af 3612 strákum og 3620 stelpum, 198 einstaklingar gáfu ekki upp kyn sitt. Heildarsvarhlutfall reyndist 80,1%.

Hve marga tíma vinnur þú í launaðri vinnu með skólanum á viku?Af þeim 7183 sem svöruðu spurningunni sögðust 4590 þeirra ekki vinna með skóla, eða sem samsvarar tæpum 64%. Niðurstöður sýna að rúm 36% nemenda í 9. og 10. bekk grunnskóla landsins vinna launaða vinnu í viku hverri. Þar af vinna 14,5% þeirra 10 klst. eða meira. Tæp 2% aðspurðra unnu meira en 25 klst. á viku.Hlutfall þeirra (9. og 10.bekk) sem hafa orðið ölvaðir einu sinni eða oftar sl. 30 daga er 14,1% hjá þeim sem ekki vinna með skóla, 12,9% hjá þeim sem vinna 1-4 klst. á viku, 23,8% þeirra sem vinna 5-9 klst. á viku, 33,3% hjá þeim sem vinna 10-14 klst. á viku en 44,8% þeirra sem vinna 15 klst. eða meira á viku. Hlutfall þeirra (9. og 10.bekk) sem hafa notað hass 3 sinnum eða oftar um ævina er 3,4% hjá þeim sem ekki vinna með skóla, 2,2% hjá þeim sem vinna 1-4 klst. á viku, 3,4% hjá þeim sem vinna 5-9 klst. á viku, 4,3% hjá þeim sem vinna 10-14 klst. á viku en 10,8% hjá þeim sem vinna 15 klst. eða meira á viku.