Other languages:

Sveitarfélög styrkja starfið

Nýlega fékk SAMAN-hópurinn styrki frá tveimur sveitarfélögum.

Grindavík styrkti starf hópsins um 50.000 krónur. Í Grindavík er öflugt íþróttastarf barna en færri vita að þar er einnig blómlegt æskulýðs- og forvarnastarf rekið af sveitarfélaginu og íbúum. Kópavogur styrkti SAMAN-hópinn um 100.000 krónur en Kópavogsbær hefur frá upphafi verið virkur í starfi SAMAN og um leið tekið virkan þátt í mótun þess.

Hópurinn þakkar veitt framlög.