Other languages:

Sveitarfélög styrkja SAMAN-hópinn

SAMAN-hópurinn sendir á hverju ári styrkbeiðnir til allra sveitarfélaga á Íslandi. SAMAN-hópurinn starfar eingöngu fyrirr styrkjafé og með vinnuframlagi fulltrúa í hópnum og því skipta styrkir sveitarfélaganna, sem og annarra sjóða, grundvalllarmáli í forvarnarstarfi hópsins.

Nú fyrir skemmstu samþykkti Kópavogsbær tillögu um að styrkja SAMAN-hópinn um 80.000 krónur og Mosfellsbær um 60.000.- Önnur sveitarfélög hafa jafnframt styrkt hópinn um minni upphæðir. Akranes, Vestmannaeyjar, Hveragerðisbær, Hvalfjarðarsveit, Fjallabyggð, Grýtubakkahreppur og Árborg hafa samtals styrkt hópinn um 125.000.-

SAMAN-hópurinn þakkar fyrir stuðninginn.