Other languages:

Sumarið er tíminn fyrir samveru

Rannsóknir sýna að ávinningurinn af því að börn, unglingar og foreldrar eyði meiri tíma saman sé umtalsverður. Börnin fá í kjölfarið mikinn stuðning en jafnframt aðhald frá foreldrum, eru að öllu jöfnu ólíklegri til að neyta áfengis og annarra vímuefna. Þau eru einnig líklegri til að standast neikvæðan hópþrýsting, sem oft hvetur þau til að lífa óheilbrigðu lífi. Á sumrin breytast áherslur foreldra í uppeldishlutverki sínu og tækifæri gefast til aukinnar samveru. Áhrif skóla, foreldrafélaga, félagsmiðstöðva og vetraríþróttastarfsins eru minni. Síðustu ár hafa rannsóknir sýnt að á sumrin eykst áhættuhegðun ungs fólks s.s.  neysla á tóbaki, áfengi og vímuefnum.

Á forvarnardeginum 2010 kom fram að unglingar telja stuðning foreldra næst mikilvægasta áhrifaþáttinn, á eftir þátttöku í íþrótta- og æskulýðsstarfi, til þess að byrja ekki að drekka á unglingsárum. Eftirfarandi fullyrðing er eitt af svörum unglinganna sem tóku þátt í Forvarnardeginum við spurninunni um hvað þeir græði á því að drekka ekki á unglingsárunum: „Betri framtíð, færri mistök, minni líkur á áfengisvanda, heilbrigðara líf“.

Góðir sumarpunktar sem foreldrar standa saman um:

Við kaupum ekki áfengi fyrir börnin okkar.

Við reynum að fylgjast með hvað börnin okkar gera og með hverjum þau eru

Við leyfum ekki eftirlitslaus heimapartý.

Við hleypum börnunum okkar ekki einum á útihátíðir.

Við nýtum öll tækifæri til samveru við hvort annað, börn, frænkur, foreldra og aðra í fjölskyldunni.

Geir Bjarnason, forvarnafulltrúi