Other languages:

Sumardrykkur fyrir alla fjölskylduna

Þegar sumarátak SAMAN hópsins 2007 var kynnt bauð hópurinn upp á ljúffengan sumardrykk fyrir alla fjölskylduna. Uppskriftin birtist hér aftur vegna fjölda áskorana. Njótið vel!2 lítrar Sprite eða 7-up, sítrónu eða lime kristall fyrir þá sem það vilja0,5 – 1 dl sólberjasaftHálfur ananas, skorinn í litla bitaEin askja jarðarber3 lime, kreist lítillega og safinn settur út í drykkinn, ávextirnir síðan skornir í bita og settir út íKiwi og melónur passa líka vel í þennan drykk, ekki nauðsynlegt að hafa allar tegundir í einu, gaman að breyta samsetningunni – meiri fjölbreytniMikið af klaka