Other languages:

Sumarátak SAMAN hópsins 2010 - SAMAN í sólinni

SAMAN í sólinni er yfirskrift sumarátaks SAMAN hópsins í ár. 

Undanfarin sumur hefur SAMAN hópurinn staðið fyrir ýmsum uppákomum þar sem minnt er á mikilvægi samveru fjölskyldunnar. Þetta árið er engin undantekning og munum við annars vegar standa fyrir skemmtidagskrá á Akureyri og hins vegar halda skemmtilega örsögu samkeppni þar sem vegleg verðlaun eru í boði fyrir alla fjölskylduna.

Örsögu samkeppnin er fyrir unglinga á aldrinum 14-16 ára. Langar okkur að fá sendar skemmtilegar sumarleyfissögur þar sem fjölskyldan kemur við sögu, hvort sem sagan gerist úti í garði heima eða á fjarlægum slóðum. Góðar minningar verða til alls staðar!Höfundur bestu sögunnar fær í verðlaun gistingu á KEA hóteli að eigin vali fyrir fjölskylduna og 30.000 króna bensínpening frá Orkunni. Skemmtilegustu sögurnar verða birtar á heimasíðu SAMAN hópsins, www.samanhopurinn.is

Þetta þarftu að gera:Skrifaðu örstutta sögu um skemmtilegt sumarfrí sem þú hefur farið í með fjölskyldunni.Lengd; ½ - 1 blaðsíða (12 punkta letur og einfalt línubil)Sendu söguna á netfangið [email protected] merkt „sumarleikur“ fyrir 22. júlí 2010 eða farðu inn á heimasíðu SAMAN hópsins www.samanhopurinn.is

Í sumar mun SAMAN hópurinn einnig standa fyrir skemmtilegum degi á Akureyri þann 1. júlí í samstarfi við Vinnuskóla Akureyrar. Tilefnið er að varpa hulunni af„ SAMAN sólinni“ sem listakonan Jonna ásamt vinnuskólanum hafa unnið að. Eftir skrúðgöngu þar verður Sólinni komið fyrir við hátíðlega athöfn í Gilinu. Sólinni er svo ætlað að ylja bæjarbúum um hjartarætur út sumarið og minna á ánægjulegar samverustundir fjölskyldunnar. Að athöfninni lokinni verður svo blásið til grillveislu fyrir gesti og gangandi og óvæntir gestir munu taka lagið. Gaman væri ef fleiri vinnuskólar héldu sinn eigin SAMAN- dag og finndu sínar leiðir til að minna á mikilvægi samveru unglinga og foreldra, saman í sólinni.