Other languages:

Sumarátak SAMAN-hópsins

Eins og undanfarin ár minni SAMAN-hópurinn á sig þetta sumarið. Áherslur SAMAN - hópsins í sumar eru að hvetja til samveru fjölskyldunnar.  Birtar verða af og til í allt sumar hvatningar og auglýsingar í ýmsum vefmiðlum og ljósvakamiðlum til að vekja athygli á átakinu. Einnig er sent hvatningarbréf til sveitarstjórna og gerð tilraun í einu bæjarfélagi með að dreifa smáum auglýsingaspjöldum  á stærstu vinnustaði og í framhaldi verður metið hvernig viðtökur verða. 

Birtar verða auglýsingar hópsins í borgarstöndum við helstu strætóstöðvar í höfuðborginni og sumarátakinu lokað með hnitmiðuðum skilaboðum vegna menningarnætur í Reykjavík í ágúst.