Other languages:

Styrkur úr Samfélagssjóði Landsbankans

SAMAN-hópurinn fékk á dögunum styrk að upphæð 500 þúsund krónum úr Samfélagssjóði Landsbanka Íslands. Styrkurinn var veittur til að hrinda í framkvæmd myndbandaverkefni  þar sem foreldrahlutverkið verður í fyrirrúmi. Eitt af meginmarkmiðum SAMAN-hópsins er að styðja við foreldra í uppeldishlutverkinu með jákvæðum skilaboðum um mikilvægi foreldra þegar kemur að forvarnarstarfi.

Björn Rúnar Egilsson tók við styrknum fyrir hönd SAMAN-hópsins. Styrkþegar voru alls 34 en umsóknir að þessu sinni voru yfir 450. 

Landsbankinn bætist því í hóp bakjarla SAMAN-hópsins fyrir 2013 og er þakkað þetta rausnarlega framlag.