Other languages:

Styrkur frá velferðarráði Reykjavíkurborgar

Forvarnasjóður Reykjavíkur  er dyggur stuðningsaðili SAMAN-hópsins. Á fundi velferðaráðs Reykjavíkur var samþykktar tillögur samráðshóps um forvarnir um að úthluta SAMAN-hópnum 750.000 kr vegna framkvæmdaáætlunar SAMAN-hópsins. Inni í framkvæmdaáætluninni eru fjölmörg verkefni eins og átak vegna útivistartímans, samvinnuverkefni vegna Menningarnætur og átaks um jól og áramót þar sem markmiðið er að senda foreldrum skýr skilaboð um gildi samverustunda fjölskyldna.Reykjavíkurborg er innilega þakkað fyrir stuðninginn.