Other languages:

Styrkumsóknir sveitarfélaga og nýr félagi

Nú er SAMAN-hópurinn að senda út til sveitarfélaga umsókn um styrk vegna starfsemi hópsins á þessu ári. 40 stærstu sveitarfélögun fá beiðni um stuðning.

Fyrsta sveitarfélagið til að svara jákvætt er Grindavík en þaðan hefur komið styrkur síðustu ár auk þess sem Grindavíkurbær er hluti af SAMAN-hópnum. En nú í vetur kom nýr fulltrúi fyrir Grindavík, Þorsteinn Gunnarsson sviðstjóri frístunda- og menningarsviðs til starfa í SAMAN-hópnum. Fyrrum fulltrúa Grindavíkur, Kristni Reimarsyni, þakkar SAMAN-hópurinn samfylgdina.

www.grindavik.is