Other languages:

Starfsdagur Samanhópsins

Þann 7. september sl. hittust fulltrúar í Samanhópnum á starfsdegi til skrafs og ráðagerðar. Starf hópsins er grasrótarstarf á forvarnarsviðinu og því er mikilvægt að leita sífellt leiða til að auðvelda og efla samstarfið.

Fyrri hluta dagsins var varið í hugarflæði um helstu viðfangsefni og áherslumál Samanhópsins en því næst skiptu fulltrúar sér í vinnuhópa þar sem hvert viðfangsefni var rætt í frekar. Hóparnir gerðu svo tillögur að vinnulagi og viðfangsefnum sem munu nýtast við gerð framkvæmdaráætlunar fyrir árið 2010.

Ástand efnahagsmála var mörgum fulltrúum hugleikið og áhyggjur viðstaddra af velferð barna og unglinga vegna erfiðra aðstæðna í samfélaginu og á heimilum voru undirtónn í öllum umræðum. Eftir sem áður mun Samanhópurinn einbeita sér að jákvæðum skilaboðum, samveru og stuðningi við foreldra í uppeldishlutverkinu.