Other languages:

Slaka á taumnum en ekki sleppa

Nú við upphaf framhaldsskólanna þetta haustið hvetur SAMAN-hópurinn foreldra til að sleppa ekki takinu á unglingunum sínum því þrátt fyrir að unglingar byrji í framhaldsskóla þurfa þeir enn á stuðningi, fyrirmyndum, ástúð og umhyggju að halda. Upphaf framhaldsskóladvalar unglinga vekur oft tvíræðar tilfinningar hjá foreldrum. Mæður og feður eru stolt af unglingnum sínum þegar þetta stóra skref er tekið en jafnframt kvíðin yfir því að unglingurinn fjarlægist og þau hafi minni aðgang að skólastarfinu.

SAMAN-hópurinn hefur í mörg ár hvatt foreldra á þessum tímamótum undir merkjum slagorðsins 18 ára ábyrgð - Slaka á taumnum en ekki sleppa. Hópurinn sendir ár hvert kynningarefni til foreldra og það má nálgast hér.